Heimilislausir flóttamenn mótmæla í tjöldum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2023 12:33 Tjöldunum hefur verið stillt upp við skrifstofu Útlendingastofnunar. Aðsend Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. Þrír íraskir umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Mennirnir halda þar til í tjöldum. Fjallað var um málið á vef RÚV í morgun en þar kom fram að mennirnir hafi allir fengið endanlega synjun á umsókn sinni og verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfarið. Einn mótmælendanna, Ali, segir í skilaboðum til fréttastofu að mennirnir vilji með mótmælunum að fundin sé lausn á þeirra málum. „Við viljum ekkert meira, bara búsetuleyfi,“ segir hann og að þeir krefjist þess að Alþingi finni lausn á stöðu þeirra. Mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu Askur Hrafn Hannesson, talsmaður mannréttinda, hefur aðstoðað mennina. Hann segir þá mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu sem er breyting sem innleidd var í sumar í kjölfar breytinga á útlendingalögunum á þingi síðasta vor. 30 dögum eftir að fólk fær endanlega synjun um alþjóðlega vernd er það svipt rétti á þjónustu og búsetu. Sýni það samvinnu um að snúa aftur heim er það ekki svipt þjónustu. „Auk þess krefjast þeir alþjóðlegrar verndar,“ segir Askur Hrafn í samtali við fréttastofu. Hann segir að mennirnir hafi allir fengið tilkynningu um endanlega synjun og hafi verið sviptir þjónustu og séu á götunni. Hann segir þá hingað til getað nýtt sér gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk í Borgartúni, sem rekið er af Rauða krossinum, en þurfa að yfirgefa það klukkan tíu á morgnana. Mennirnir tjölduðu á grasbala fyrir framan skrifstofu Útlendingastofnunar. Aðsend „Á morgnana fara þeir út og þeir hafa talað um að kuldinn yfir nóttina er ekki mikið verri en kuldinn yfir daginn og það gildi í raun einu hvort þeir séu út í tjaldinu núna eða utandyra yfir daginn,“ segir Askur. Hann segir mennina ætla að vera eins lengi og þörf er á í tjöldunum. „Þeir hafa talað um að vera þarna í viku en ég hugsa að þeir stefni á að vera eins lengi og þeir geta. Bara þangað til það verða höfð afskipti af þeim eða þeir geta það ekki lengur vegna líkamlegra ástæðna,“ segir Askur Hrafn. Gistiskýlið opið 17 til 10 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar og neyðarskýlisins á vegum Rauða kross Íslands. Hann segir almennt fólk mjög ánægt að geta komist inn, þó það sé ekki nema yfir nóttina. Auk þess að fá gistingu fær fólk kvöldmat, morgunmat og snarl til að taka með sér út í daginn ef það vill. Frá opnun skýlisins í lok september hafa um þrettán manns nýtt sér aðstöðuna að sögn Þóris en pláss er fyrir um 30. Þórir segir fólkið sem hefur dvalið í gistiskýlinu almennt vera ánægt með þjónustuna. Vísir/Einar „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Fólk sem hefur verið svipt þjónustu hefur komið til okkar og dvelur að mestu samfleytt. Það er mjög ánægt að fá þak yfir höfuðið, sérstaklega núna þegar farið er að kólna,“ segir Þórir en gert er ráð fyrir að reka úrræðið þar til næsta sumar. Hann segir fólk að jafnaði nýta sér allan opnunartímann sem er frá fimm seinni part dags og til tíu á morgnana. Hann segir ýmis úrræði á vegum Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka standa heimilislausu fólki opin á daginn. „Þau koma ekki að lokuðum dyrum alls staðar á daginn.“ Hvað varðar mótmælin segir Þórir að afstaða Rauða krossins til breytinganna á útlendingalöggjöfinni sé skýr og hafi komið fram í umsögnum samtakanna til ráðherra og þings. „Nú erum við bara að einblína á það að koma þessum hópi fólks inn yfir nóttina og mestu kuldana, og í því felst okkar stuðningur.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Þrír íraskir umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Mennirnir halda þar til í tjöldum. Fjallað var um málið á vef RÚV í morgun en þar kom fram að mennirnir hafi allir fengið endanlega synjun á umsókn sinni og verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfarið. Einn mótmælendanna, Ali, segir í skilaboðum til fréttastofu að mennirnir vilji með mótmælunum að fundin sé lausn á þeirra málum. „Við viljum ekkert meira, bara búsetuleyfi,“ segir hann og að þeir krefjist þess að Alþingi finni lausn á stöðu þeirra. Mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu Askur Hrafn Hannesson, talsmaður mannréttinda, hefur aðstoðað mennina. Hann segir þá mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu sem er breyting sem innleidd var í sumar í kjölfar breytinga á útlendingalögunum á þingi síðasta vor. 30 dögum eftir að fólk fær endanlega synjun um alþjóðlega vernd er það svipt rétti á þjónustu og búsetu. Sýni það samvinnu um að snúa aftur heim er það ekki svipt þjónustu. „Auk þess krefjast þeir alþjóðlegrar verndar,“ segir Askur Hrafn í samtali við fréttastofu. Hann segir að mennirnir hafi allir fengið tilkynningu um endanlega synjun og hafi verið sviptir þjónustu og séu á götunni. Hann segir þá hingað til getað nýtt sér gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk í Borgartúni, sem rekið er af Rauða krossinum, en þurfa að yfirgefa það klukkan tíu á morgnana. Mennirnir tjölduðu á grasbala fyrir framan skrifstofu Útlendingastofnunar. Aðsend „Á morgnana fara þeir út og þeir hafa talað um að kuldinn yfir nóttina er ekki mikið verri en kuldinn yfir daginn og það gildi í raun einu hvort þeir séu út í tjaldinu núna eða utandyra yfir daginn,“ segir Askur. Hann segir mennina ætla að vera eins lengi og þörf er á í tjöldunum. „Þeir hafa talað um að vera þarna í viku en ég hugsa að þeir stefni á að vera eins lengi og þeir geta. Bara þangað til það verða höfð afskipti af þeim eða þeir geta það ekki lengur vegna líkamlegra ástæðna,“ segir Askur Hrafn. Gistiskýlið opið 17 til 10 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar og neyðarskýlisins á vegum Rauða kross Íslands. Hann segir almennt fólk mjög ánægt að geta komist inn, þó það sé ekki nema yfir nóttina. Auk þess að fá gistingu fær fólk kvöldmat, morgunmat og snarl til að taka með sér út í daginn ef það vill. Frá opnun skýlisins í lok september hafa um þrettán manns nýtt sér aðstöðuna að sögn Þóris en pláss er fyrir um 30. Þórir segir fólkið sem hefur dvalið í gistiskýlinu almennt vera ánægt með þjónustuna. Vísir/Einar „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Fólk sem hefur verið svipt þjónustu hefur komið til okkar og dvelur að mestu samfleytt. Það er mjög ánægt að fá þak yfir höfuðið, sérstaklega núna þegar farið er að kólna,“ segir Þórir en gert er ráð fyrir að reka úrræðið þar til næsta sumar. Hann segir fólk að jafnaði nýta sér allan opnunartímann sem er frá fimm seinni part dags og til tíu á morgnana. Hann segir ýmis úrræði á vegum Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka standa heimilislausu fólki opin á daginn. „Þau koma ekki að lokuðum dyrum alls staðar á daginn.“ Hvað varðar mótmælin segir Þórir að afstaða Rauða krossins til breytinganna á útlendingalöggjöfinni sé skýr og hafi komið fram í umsögnum samtakanna til ráðherra og þings. „Nú erum við bara að einblína á það að koma þessum hópi fólks inn yfir nóttina og mestu kuldana, og í því felst okkar stuðningur.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira