Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 12:51 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna.
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira