Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 12:51 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna.
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira