Samtal fyrir atkvæðagreiðslu hefði verið ákjósanlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2023 19:18 Katrín segir þau Bjarna sátt og að þau hafi rætt saman nokkrum sinnum frá því að atkvæðagreiðslan fór fram. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir að betra samtal á milli hennar og utanríkisráðherra í aðdraganda atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi hefði verið ákjósanlegt. Málið sé þó alltaf á ábyrgð utanríkisráðherra. Hún segir vopnahlé á Gasa stóra málið. Það verði að tryggja það sem fyrst. Katrín segir það liggja fyrir að hún og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefðu getað talað betur saman í aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðasta föstudag um mannúðarhlé á Gasa. „Það er ljóst að við hefðum alveg getað talað saman fyrir þessa atkvæðagreiðslu og ég held að þar megi kenna um báðum ráðuneytum,“ segir Katrín og heldur áfram: „Samkvæmt forsetaúrskurði ber utanríkisráðherra alla ábyrgð í þessu máli en auðvitað er það þannig að í ríkisstjórn tölum við saman um ýmsa hluti sem eru samt á ábyrgð tiltekins ráðherra“ Hún segir þó ekki hefð fyrir sérstöku samtali tveggja ráðherra um slíka atkvæðagreiðslu. „En auðvitað blasir við að þetta er mál sem hefur mikla merkingu hér á Íslandi. Við höfum auðvitað viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og þar af leiðandi er þetta mál sem varðar okkur sérstaklega.“ Hún segir hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslunni ekki merkja andstöðu við ákalli Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. En viðurkennir að hún hefði viljað sjá öðruvísi farið að. Það hefði þingflokkur hennar líka viljað eins og kom fram í yfirlýsingu þeirra í kjölfarið. „Ég hefði talið að það ætti að leita leiða til að geta stutt tillöguna þó hún væri ekki alveg eins og við hefðum kosið. Við auðvitað kusum með breytingatillögu Kanada. En ég hefði viljað leita leiða til að geta stutt þessa tillögu,“ segir Katrín og að Noregur hafi til dæmis farið aðra leið en þau voru ein Norðurlandaþjóða sem samþykkti tillöguna. Katrín er nýkomin heim af fundi leiðtoga Norðurlandanna í Osló og segir að málið hafi verið rætt þar. Það hafi allir verið sammála um að betra hefði verið að finna einhverja norræna samstöðu í þessu máli. Katrín segir stóra málið hér þó alltaf vera mannúðarhlé á Gasa. „Þarna erum við að sjá gríðarlegar hörmungar og ég dreg ekkert úr því að upphafleg árás Hamas inn í Ísrael var skelfileg og það ber að halda því til haga. En það breytir því ekki að umfang þess sem er að gerast á Gasa núna er hrikalegt og það er gríðarlega mikilvægt að því linni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. 30. október 2023 12:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Katrín segir það liggja fyrir að hún og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefðu getað talað betur saman í aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðasta föstudag um mannúðarhlé á Gasa. „Það er ljóst að við hefðum alveg getað talað saman fyrir þessa atkvæðagreiðslu og ég held að þar megi kenna um báðum ráðuneytum,“ segir Katrín og heldur áfram: „Samkvæmt forsetaúrskurði ber utanríkisráðherra alla ábyrgð í þessu máli en auðvitað er það þannig að í ríkisstjórn tölum við saman um ýmsa hluti sem eru samt á ábyrgð tiltekins ráðherra“ Hún segir þó ekki hefð fyrir sérstöku samtali tveggja ráðherra um slíka atkvæðagreiðslu. „En auðvitað blasir við að þetta er mál sem hefur mikla merkingu hér á Íslandi. Við höfum auðvitað viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og þar af leiðandi er þetta mál sem varðar okkur sérstaklega.“ Hún segir hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslunni ekki merkja andstöðu við ákalli Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. En viðurkennir að hún hefði viljað sjá öðruvísi farið að. Það hefði þingflokkur hennar líka viljað eins og kom fram í yfirlýsingu þeirra í kjölfarið. „Ég hefði talið að það ætti að leita leiða til að geta stutt tillöguna þó hún væri ekki alveg eins og við hefðum kosið. Við auðvitað kusum með breytingatillögu Kanada. En ég hefði viljað leita leiða til að geta stutt þessa tillögu,“ segir Katrín og að Noregur hafi til dæmis farið aðra leið en þau voru ein Norðurlandaþjóða sem samþykkti tillöguna. Katrín er nýkomin heim af fundi leiðtoga Norðurlandanna í Osló og segir að málið hafi verið rætt þar. Það hafi allir verið sammála um að betra hefði verið að finna einhverja norræna samstöðu í þessu máli. Katrín segir stóra málið hér þó alltaf vera mannúðarhlé á Gasa. „Þarna erum við að sjá gríðarlegar hörmungar og ég dreg ekkert úr því að upphafleg árás Hamas inn í Ísrael var skelfileg og það ber að halda því til haga. En það breytir því ekki að umfang þess sem er að gerast á Gasa núna er hrikalegt og það er gríðarlega mikilvægt að því linni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. 30. október 2023 12:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05
Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24
Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52
Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55
Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. 30. október 2023 12:44