Leikmaður Eagles skellti sér á Instagram í hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:46 Gainwell með boltann í leknum umtalaða gegn Washington Commanders. Vísir/Getty Kenneth Gainwell sem leikur með Philadelphia Eagles í NFL-deildinni virðist ekki hafa verið með einbeitinguna í botni í leik liðsins um helgina. Hann var mættur á Instagram í hálfleik í leiknum gegn Washington Commanders. Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa. NFL Lokasóknin Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa.
NFL Lokasóknin Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira