„Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. nóvember 2023 09:01 Eyþór Máni Steinarsson er framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Um fjórðungur vill banna notkun rafhlaupahjóla í miðbænum eftir miðnætti. Framkvæmdastjóri stærstu rafhlaupahjólaleigunnar segir að notendur hennar vilji allra síst að notkun verði takmörkuð. Hopp vilji þó gera allt sem í fyrirtækisins valdi stendur til að fækka slysum. Samkvæmt könnun Maskínu leigir ungt fólk mun fremur rafhlaupahjól en þau sem eldri eru. Ríflega þriðjungur þeirra sem eru undir þrítugu leigir þau mánaðarlega eða oftar en einungis átta prósent þeirra sem eru eldri en fjörutíu ára. Þá leigir um þriðjungur fólks á milli þrítugs og fertugs hjólin stundum en þó sjaldnar en mánaðarlega. Aftur á móti segjast um áttatíu prósent þeirra sem eru yfir fertugu aldrei leigja hjólin. Grafík/Hjalti Hlutfallslega meiri notkun í hópi yngra fólks rímar ágætlega við slysatölur en í Kompás sagði sérfræðingur í endurhæfingalækningum að þau sem þyrftu á endurhæfingu að halda eftir slysin væru að mestu á milli tvítugs og fertugs. Í könnuninni voru þau sem leigja hjólin spurð hvort þau hafi slasað sig. Um sextíu prósent þeirra sem leigja rafhlaupahjólin mánaðarlega eða oftar svöruðu spurningunni játandi. Af þeim sem leigja hjólin sjaldnar en mánaðarlega hefur um fjórðungur slasað sig við aksturinn. Grafík/Hjalti Yfir helmingur þeirra sem höfðu slasað sig segjast hafa verið undir áhrifum áfengis þegar það gerðist. Grafík/Hjalti Í könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það vildi sjá takmarkanir á notkun hjólanna og þá hverjar. Meirihluti aðspurðra var á því og sögðust um 55 prósent vilja hækka sektir við notkun undir áhrifum. Þá vilja tæp fjörutíu prósent lækka hámarkshraða á ákveðnum svæðum. Um fjórðungur vill banna notkun í miðbænum eftir miðnætti og um fjórðungur banna notkun á höfuðborgarsvæðinu. Sautján prósent vilja aftur á móti engar takmarkanir. Grafík/Hjalti Fagna umræðunni Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, segir að öll slys séu leið og alvarlegri slys séu alltaf harmleikur. „Sérstaklega þegar þau snerta mann svona náið, að sjálfsögðu. Við fögnum umræðunni og viljum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni á þessum nýja og áhugaverða fararmáta,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera? „Það er ýmislegt. Það hefur verið horft til þess í öðrum löndum að rýmka fyrir nýjum og betri slóðum, sem aðgreina umferðina betur frá þyngri farartækjum. Það hefur verið horft til þess að gera mikið af forvörnum og fræðslu til þess að eiga sömu vitundarvakningu og var með bíla á sjöunda og áttunda áratugnum, hvar fólk var að læra meira um öryggi ferðamátans og hvernig er hægt að nota farartæki, hvernig sem þau eru, af ábyrgum máta.“ Notendur vilji síður takmarkanir Líkt og kemur fram í könnun Maskínu vill stór hluti fólks að einhvers konar böndum sé komið á starfsemi rafhlaupahjólaleiga. Hvort sem það eru takmarkanir á notkunartíma eða hraðatakmarkanir. Hvernig slær það þig? „Það er að sjálfsögðu eitthvað sem hefur verið rætt í þessu samhengi öllu saman og nefnt áður líka. En þarna er náttúrlega verið að horfa til alls fólks bæði notar og notar ekki rafskúturnar. Ef þú spyrð notendur okkar sérstaklega í þessari sömu könnun frá Maskínu þá eru bara ellefu prósent sem hafa einhvern áhuga á því að minnka aðgengi að hjólunum eftir miðnætti á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem þarf að horfa líka til hópsins sem er að nýta sér þjónustuna hvað mest fyrir samgöngupúslið sitt.“ Raunsæjast að ná til foreldra Hvað varðar notkun barna undir átján á leigðum rafskútum segir Eyþór Máni að raunsæjasta lausnin við henni sé að ná til foreldra barna. Reglur Hopp kveða þegar á um að enginn undir átján ára aldri megi nota farartækin. „Þetta er náttúrulega eins og með margt annað, sérstaklega nýsköpun í einhverju ein stóru og yfirgripsmiklu og samgöngum, sem snertir okkur öll. Og þarna horfum við bæði til allra, fjölskyldna og síðan líka aðila hjá ríkinu sem gætu hjálpað okkur í forvarnarstarfinu sem við erum að vinna nú þegar.“ Rafhlaupahjól Kompás Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu leigir ungt fólk mun fremur rafhlaupahjól en þau sem eldri eru. Ríflega þriðjungur þeirra sem eru undir þrítugu leigir þau mánaðarlega eða oftar en einungis átta prósent þeirra sem eru eldri en fjörutíu ára. Þá leigir um þriðjungur fólks á milli þrítugs og fertugs hjólin stundum en þó sjaldnar en mánaðarlega. Aftur á móti segjast um áttatíu prósent þeirra sem eru yfir fertugu aldrei leigja hjólin. Grafík/Hjalti Hlutfallslega meiri notkun í hópi yngra fólks rímar ágætlega við slysatölur en í Kompás sagði sérfræðingur í endurhæfingalækningum að þau sem þyrftu á endurhæfingu að halda eftir slysin væru að mestu á milli tvítugs og fertugs. Í könnuninni voru þau sem leigja hjólin spurð hvort þau hafi slasað sig. Um sextíu prósent þeirra sem leigja rafhlaupahjólin mánaðarlega eða oftar svöruðu spurningunni játandi. Af þeim sem leigja hjólin sjaldnar en mánaðarlega hefur um fjórðungur slasað sig við aksturinn. Grafík/Hjalti Yfir helmingur þeirra sem höfðu slasað sig segjast hafa verið undir áhrifum áfengis þegar það gerðist. Grafík/Hjalti Í könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það vildi sjá takmarkanir á notkun hjólanna og þá hverjar. Meirihluti aðspurðra var á því og sögðust um 55 prósent vilja hækka sektir við notkun undir áhrifum. Þá vilja tæp fjörutíu prósent lækka hámarkshraða á ákveðnum svæðum. Um fjórðungur vill banna notkun í miðbænum eftir miðnætti og um fjórðungur banna notkun á höfuðborgarsvæðinu. Sautján prósent vilja aftur á móti engar takmarkanir. Grafík/Hjalti Fagna umræðunni Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, segir að öll slys séu leið og alvarlegri slys séu alltaf harmleikur. „Sérstaklega þegar þau snerta mann svona náið, að sjálfsögðu. Við fögnum umræðunni og viljum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni á þessum nýja og áhugaverða fararmáta,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera? „Það er ýmislegt. Það hefur verið horft til þess í öðrum löndum að rýmka fyrir nýjum og betri slóðum, sem aðgreina umferðina betur frá þyngri farartækjum. Það hefur verið horft til þess að gera mikið af forvörnum og fræðslu til þess að eiga sömu vitundarvakningu og var með bíla á sjöunda og áttunda áratugnum, hvar fólk var að læra meira um öryggi ferðamátans og hvernig er hægt að nota farartæki, hvernig sem þau eru, af ábyrgum máta.“ Notendur vilji síður takmarkanir Líkt og kemur fram í könnun Maskínu vill stór hluti fólks að einhvers konar böndum sé komið á starfsemi rafhlaupahjólaleiga. Hvort sem það eru takmarkanir á notkunartíma eða hraðatakmarkanir. Hvernig slær það þig? „Það er að sjálfsögðu eitthvað sem hefur verið rætt í þessu samhengi öllu saman og nefnt áður líka. En þarna er náttúrlega verið að horfa til alls fólks bæði notar og notar ekki rafskúturnar. Ef þú spyrð notendur okkar sérstaklega í þessari sömu könnun frá Maskínu þá eru bara ellefu prósent sem hafa einhvern áhuga á því að minnka aðgengi að hjólunum eftir miðnætti á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem þarf að horfa líka til hópsins sem er að nýta sér þjónustuna hvað mest fyrir samgöngupúslið sitt.“ Raunsæjast að ná til foreldra Hvað varðar notkun barna undir átján á leigðum rafskútum segir Eyþór Máni að raunsæjasta lausnin við henni sé að ná til foreldra barna. Reglur Hopp kveða þegar á um að enginn undir átján ára aldri megi nota farartækin. „Þetta er náttúrulega eins og með margt annað, sérstaklega nýsköpun í einhverju ein stóru og yfirgripsmiklu og samgöngum, sem snertir okkur öll. Og þarna horfum við bæði til allra, fjölskyldna og síðan líka aðila hjá ríkinu sem gætu hjálpað okkur í forvarnarstarfinu sem við erum að vinna nú þegar.“
Rafhlaupahjól Kompás Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira