„Ég þurfti að láta þær heyra það“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2023 22:22 Rúnar Ingi sagðist hafa látið sínar konur heyra það í hálfleik. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum