Styður héraðsdómur þjóðarmorð? Ástþór Magnússon skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar