Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 20:37 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vísir/Einar Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón. Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón.
Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07