„Ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2023 21:23 Jordan Semple var mikilvægur í liði Þórs í kvöld. Vísir/Diego Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31