Helena í landsliðshópnum og bætir því landsleikjametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 10:14 Helena Sverrisdóttir í leik með íslenska landsliðinu fyrir nokkrum árum. Vísir/Bára Helena Sverrisdóttir snýr aftur í íslenska körfuboltalandsliðið eftir fjarveru vegna meiðsla. Hún mun því setja nýtt leikjamet þegar Ísland mætir Rúmeníu á útivelli í undankeppni EM. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag þrettán manna hóp fyrir leiki Íslands á móti Rúmeníu og Tyrklandi. Nýliðarnir Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni, og Jana Falsdóttir úr Njarðvík, munu spila sitthvorn leikinn, Ísold þann fyrri ytra og Jana seinni leikinn hér heima. Tveir leikmenn sem valdir voru núna gátu ekki tekið þátt að þessu sinni. Sara Rún Hinriksdóttir sem leikur með AE Sedis Bàsquet á Spáni er frá vegna meiðsla og Hildur Björg Kjartansdóttir gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni. Helena Sverrisdóttir snýr aftur í landsliðið en hún hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hún er landsleikjahæsti leikmaður liðsins og mun verða leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi eftir leikinn gegn Rúmeníu. Helena hefur leikið 79 landsleiki eins og Hildur Sigurðardóttir en verður núna sú fyrsta til að spila áttatíu landsleiki. Útileikurinn gegn Rúmeníu verður 9. nóvember en heimaleikurinn fer fram 12. nóvember í Ólafssal í Hafnarfirði kl. 18:30. Aðgangur verður ókeypis í boði Lykils, en Lykill hefur verið öflugur samstarfsaðili KKÍ í meira en tíu ár. Berglind Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins og margfaldur Íslandsmeistari með Snæfelli, er læknir íslenska liðsins í þessu verkefni. Landsliðshópurinn: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 8 landsleikir Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 12 Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 9 Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 18 Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 13 Helena Sverrisdóttir · Haukar · 79 Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 12 Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · Nýliði Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði Sara Líf Boama · Valur · 2 Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 18 Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 4 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 31 Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir Læknir: Berglind LáruGunnarsdóttir Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag þrettán manna hóp fyrir leiki Íslands á móti Rúmeníu og Tyrklandi. Nýliðarnir Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni, og Jana Falsdóttir úr Njarðvík, munu spila sitthvorn leikinn, Ísold þann fyrri ytra og Jana seinni leikinn hér heima. Tveir leikmenn sem valdir voru núna gátu ekki tekið þátt að þessu sinni. Sara Rún Hinriksdóttir sem leikur með AE Sedis Bàsquet á Spáni er frá vegna meiðsla og Hildur Björg Kjartansdóttir gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni. Helena Sverrisdóttir snýr aftur í landsliðið en hún hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hún er landsleikjahæsti leikmaður liðsins og mun verða leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi eftir leikinn gegn Rúmeníu. Helena hefur leikið 79 landsleiki eins og Hildur Sigurðardóttir en verður núna sú fyrsta til að spila áttatíu landsleiki. Útileikurinn gegn Rúmeníu verður 9. nóvember en heimaleikurinn fer fram 12. nóvember í Ólafssal í Hafnarfirði kl. 18:30. Aðgangur verður ókeypis í boði Lykils, en Lykill hefur verið öflugur samstarfsaðili KKÍ í meira en tíu ár. Berglind Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins og margfaldur Íslandsmeistari með Snæfelli, er læknir íslenska liðsins í þessu verkefni. Landsliðshópurinn: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 8 landsleikir Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 12 Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 9 Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 18 Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 13 Helena Sverrisdóttir · Haukar · 79 Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 12 Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · Nýliði Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði Sara Líf Boama · Valur · 2 Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 18 Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 4 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 31 Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir Læknir: Berglind LáruGunnarsdóttir
Landsliðshópurinn: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 8 landsleikir Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 12 Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 9 Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 18 Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 13 Helena Sverrisdóttir · Haukar · 79 Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 12 Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · Nýliði Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði Sara Líf Boama · Valur · 2 Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 18 Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 4 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 31 Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir Læknir: Berglind LáruGunnarsdóttir
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira