Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 14:00 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands á opna fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar, sem haldin var á Selfossi í gær. Hann kom víða við í framsögu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar. Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Sjá meira
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar.
Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Sjá meira