Arsenal styður ummæli Arteta og óskar eftir umbótum í dómgæslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2023 17:39 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lét gamminn geysa á blaðamannafundi í gærkvöldi Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður. Að vel ígrunduðu máli komst dómarateymi leiksins að þeirri niðurstöðu að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og mark Newcastle fékk að standa. Skömmu áður hafði Kai Havertz fengið gult spjald fyrir slæma tæklingu, rétt eftir að Bruno Guimares slapp við spjald fyrir olnbogaskot. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var afar ósáttur með ákvarðanir dómarateymisins á blaðamannafundi strax að leik loknum. Félagið hefur nú gefið út opinbera stuðningsyfirlýsingu við ummæli þjálfarans og kallar eftir gæðameiri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld.“ „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Yfirlýsingu félagsins í heild sinni má lesa hér. Svipuð yfirlýsing kom fyrir um mánuði síðan frá Liverpool eftir leik liðsins gegn Tottenham. Eðlismunur atvikanna er þó sá að strax eftir þann leik gáfu dómarasamtökin út eigin yfirlýsingu og gengust við mistökum sem áttu sér stað í leiknum. Engin slík yfirlýsing eða afökunarbeiðni barst eftir leik Arsenal og Newcastle í gærkvöldi en vænta má svara frá dómarasamtökunum í kjölfar þess sem Arsenal gaf út. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Að vel ígrunduðu máli komst dómarateymi leiksins að þeirri niðurstöðu að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og mark Newcastle fékk að standa. Skömmu áður hafði Kai Havertz fengið gult spjald fyrir slæma tæklingu, rétt eftir að Bruno Guimares slapp við spjald fyrir olnbogaskot. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var afar ósáttur með ákvarðanir dómarateymisins á blaðamannafundi strax að leik loknum. Félagið hefur nú gefið út opinbera stuðningsyfirlýsingu við ummæli þjálfarans og kallar eftir gæðameiri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld.“ „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Yfirlýsingu félagsins í heild sinni má lesa hér. Svipuð yfirlýsing kom fyrir um mánuði síðan frá Liverpool eftir leik liðsins gegn Tottenham. Eðlismunur atvikanna er þó sá að strax eftir þann leik gáfu dómarasamtökin út eigin yfirlýsingu og gengust við mistökum sem áttu sér stað í leiknum. Engin slík yfirlýsing eða afökunarbeiðni barst eftir leik Arsenal og Newcastle í gærkvöldi en vænta má svara frá dómarasamtökunum í kjölfar þess sem Arsenal gaf út.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01