Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2023 10:18 Drengurinn varð átta ára þann 9. janúar síðastliðinn. Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið. Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið.
Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14
„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53
Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40