Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það? Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:01 Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Samgöngur Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun