Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. nóvember 2023 23:09 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. Vísir/Hulda Margrét „Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum. „Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals. Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
„Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52