Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki áhuga Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2023 12:24 Mörg nöfn hafa verið skotið upp kollinum í tengslum við umræðu um framboð til formanns KSÍ. Vísir/Samsett mynd Ljóst er að kosið verður um nýjan formann Knattspyrnusambands Íslands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði landslagið hjá einstaklingum sem hafa verið orðaðir við formannsframboð hjá KSÍ eða verið í umræðunni í tengslum við embættið undanfarin ár. Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Annars vegar var hugur umræddra einstaklinga til formannsframboðs á komandi ársþingi kannaður. Og í ákveðnum tilfellum voru þeir spurður hvort útilokað væri að þeir myndu bjóða sig fram á næsta ársþingi Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Guðni Bergsson gegndi embætti formanns KSÍ frá árinu 2017-2021vísir/vilhelm „Ég hef fengið fullt af fyrirspurnum og hvatningu frá fólki um að bjóða mig fram. Fyrir vikið finnur maður sig knúinn til þess að hugsa málið og velta því fyrir sér.“ Þannig að þú útilokar ekki að bjóða þig fram? „Nei, ég geri það nú ekki á þessari stundu. Ég er bara ekki búinn að taka afstöðu til þess.“ Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ: Borghildur er ein af varaformönnum KSÍStöð 2 „Ég er ekki að gera ráð fyrir því (að bjóða sig fram). Ég get alveg sagt það.“ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður: Ívar Ingimarsson, sem gerði á sínum tíma garðinn frægan í enska boltanum, situr í núverandi stjórn KSÍvísir/einar „Nei. Ég get útilokað það algjörlega.“ Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi: Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi hefur áður verið orðaður við formannsframboð hjá KSÍVísir/Vilhelm „Það er góð spurning. Eitthvað sem væri mjög skemmtileg áskorun á einhverjum tímapunkti. Ég hef svo sem ekki verið að velta þessu mikið fyrir mér að undanförnu. KSÍ stendur þó frammi fyrir verkefnum sem væri mjög áhugavert að taka þátt í. Ég er í rauninni ekki búinn að ákveða neitt af eða á með það. Mér finnst kannski ótímabært að vera taka ákvarðanir um slíkt. Þetta er þó vissulega verkefni sem er mjög áhugavert.“ Sif Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona: Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, „Það hefur ekki verið hugsunin hjá mér núna en kannski verður það svoleiðis í framtíðinni. Ég held að ég sé bæði aðeins of ung í þetta á þessari stundu. Svo er ég í námi og því nóg að gera hjá mér þessa dagana.“ Þannig að þó útilokar að bjóða þig fram til formanns á næsta ársþingi? „Já. Ég held að ég þurfi að vera aðeins meira fullorðin áður en ég fer í þetta. Ég er nýhætt í fótboltanum og enn þá pínu krakki í mér.“ Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Geir Þorsteinsson hefur reynslu af formannsembættinu hjá KSÍ. Hann var stuttorður er Vísir náði af honum tali. vísir/anton brink „Nú bara fylgist ég með af hliðarlínunni.“ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH: Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FHVísir/Arnar Halldórsson „Það hefur ekki komið upp hjá mér að fara í þetta. Ég er alltof mikill klúbbmaður til að fara í þetta starf.“ Þannig að þú útilokar að bjóða þig fram í þetta embætti? „Já. Ég útiloka það.“ Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR: Kristinn Kjærnested var yfir margra ára skeið formaður knattspyrnudeildar KR Stöð 2 Sport „Þessu er mjög auðsvarað. Ég hef engan áhuga á formannsembættinu hjá KSÍ. Ég sagði það á sínum tíma að KR væri númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og þó ég vilji íslenskum fótbolta allt hið besta þá er það ekki á vettvangi knattspyrnusambandsins. Það er hægt að strika vel yfir kallinn.“ E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals: Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals „Ég hef ekkert verið að íhuga það.“ Þannig að þú útilokar ekkert? „Ég útiloka aldrei neitt í lífinu. Það getur allt gerst í lífinu.“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík: Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála síðustu tvö tímabil í víkinni. „Nei, ég er nú ekki að því (að íhuga að bjóða sig fram til formanns). Einhvern tímann seinna kannski en ekki eins og staðan er í dag. Ég þekki voða lítið pólitíkina á bakvið þetta. Það er ekki eins og maður bjóði sig bara fram og svo er einhver kosning. Það er alls konar baktjaldamakk sem á sér stað og ég er ekkert inn í því. Það myndi ekki enda vel ef ég myndi bjóða mig fram í þetta.“ Þannig að þú munt ekki bjóða þig fram til formanns fyrir næsta ársþing KSÍ? „Nei.“ En kannski seinna? „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég hef nú verið orðaður nokkrum sinnum við þetta. Maður veit aldrei en ég er ekki að fara bjóða mig fram að svo stöddu.“ Þessi grein inniheldur svör þeirra einstaklinga sem íþróttadeild Vísis náði tali af við gerð fréttarinnar. Vel getur verið að fréttin verði uppfærð berist fleiri svör. KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Annars vegar var hugur umræddra einstaklinga til formannsframboðs á komandi ársþingi kannaður. Og í ákveðnum tilfellum voru þeir spurður hvort útilokað væri að þeir myndu bjóða sig fram á næsta ársþingi Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Guðni Bergsson gegndi embætti formanns KSÍ frá árinu 2017-2021vísir/vilhelm „Ég hef fengið fullt af fyrirspurnum og hvatningu frá fólki um að bjóða mig fram. Fyrir vikið finnur maður sig knúinn til þess að hugsa málið og velta því fyrir sér.“ Þannig að þú útilokar ekki að bjóða þig fram? „Nei, ég geri það nú ekki á þessari stundu. Ég er bara ekki búinn að taka afstöðu til þess.“ Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ: Borghildur er ein af varaformönnum KSÍStöð 2 „Ég er ekki að gera ráð fyrir því (að bjóða sig fram). Ég get alveg sagt það.“ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður: Ívar Ingimarsson, sem gerði á sínum tíma garðinn frægan í enska boltanum, situr í núverandi stjórn KSÍvísir/einar „Nei. Ég get útilokað það algjörlega.“ Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi: Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi hefur áður verið orðaður við formannsframboð hjá KSÍVísir/Vilhelm „Það er góð spurning. Eitthvað sem væri mjög skemmtileg áskorun á einhverjum tímapunkti. Ég hef svo sem ekki verið að velta þessu mikið fyrir mér að undanförnu. KSÍ stendur þó frammi fyrir verkefnum sem væri mjög áhugavert að taka þátt í. Ég er í rauninni ekki búinn að ákveða neitt af eða á með það. Mér finnst kannski ótímabært að vera taka ákvarðanir um slíkt. Þetta er þó vissulega verkefni sem er mjög áhugavert.“ Sif Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona: Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, „Það hefur ekki verið hugsunin hjá mér núna en kannski verður það svoleiðis í framtíðinni. Ég held að ég sé bæði aðeins of ung í þetta á þessari stundu. Svo er ég í námi og því nóg að gera hjá mér þessa dagana.“ Þannig að þó útilokar að bjóða þig fram til formanns á næsta ársþingi? „Já. Ég held að ég þurfi að vera aðeins meira fullorðin áður en ég fer í þetta. Ég er nýhætt í fótboltanum og enn þá pínu krakki í mér.“ Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Geir Þorsteinsson hefur reynslu af formannsembættinu hjá KSÍ. Hann var stuttorður er Vísir náði af honum tali. vísir/anton brink „Nú bara fylgist ég með af hliðarlínunni.“ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH: Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FHVísir/Arnar Halldórsson „Það hefur ekki komið upp hjá mér að fara í þetta. Ég er alltof mikill klúbbmaður til að fara í þetta starf.“ Þannig að þú útilokar að bjóða þig fram í þetta embætti? „Já. Ég útiloka það.“ Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR: Kristinn Kjærnested var yfir margra ára skeið formaður knattspyrnudeildar KR Stöð 2 Sport „Þessu er mjög auðsvarað. Ég hef engan áhuga á formannsembættinu hjá KSÍ. Ég sagði það á sínum tíma að KR væri númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og þó ég vilji íslenskum fótbolta allt hið besta þá er það ekki á vettvangi knattspyrnusambandsins. Það er hægt að strika vel yfir kallinn.“ E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals: Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals „Ég hef ekkert verið að íhuga það.“ Þannig að þú útilokar ekkert? „Ég útiloka aldrei neitt í lífinu. Það getur allt gerst í lífinu.“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík: Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála síðustu tvö tímabil í víkinni. „Nei, ég er nú ekki að því (að íhuga að bjóða sig fram til formanns). Einhvern tímann seinna kannski en ekki eins og staðan er í dag. Ég þekki voða lítið pólitíkina á bakvið þetta. Það er ekki eins og maður bjóði sig bara fram og svo er einhver kosning. Það er alls konar baktjaldamakk sem á sér stað og ég er ekkert inn í því. Það myndi ekki enda vel ef ég myndi bjóða mig fram í þetta.“ Þannig að þú munt ekki bjóða þig fram til formanns fyrir næsta ársþing KSÍ? „Nei.“ En kannski seinna? „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég hef nú verið orðaður nokkrum sinnum við þetta. Maður veit aldrei en ég er ekki að fara bjóða mig fram að svo stöddu.“ Þessi grein inniheldur svör þeirra einstaklinga sem íþróttadeild Vísis náði tali af við gerð fréttarinnar. Vel getur verið að fréttin verði uppfærð berist fleiri svör.
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira