„Svona viðurkenning gefur manni eldmóð til að halda áfram að gera vel“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir samkeppni lykilatriði þegar kemur að góðri þjónustu. Íslendingar eru sparir á að gefa sölu- og þjónustuaðilum sínum meðmæli en Hreyfing er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur mælst í efstu sætunum í Meðmælingum Maskínu. Vísir/Vilhelm „Já mér finnst lífið að mörgu leyti skemmtilegra eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Samfélagsmiðlarnir gera fyrirtækjum auðveldara að koma skilaboðum til fólks beint í símann þeirra. Og samfélagsmiðlarnir geta líka verið skemmtileg leið til að gefa innsýn í daglega starfsemi sem er líka áhugavert fyrir fylgjendur að sjá. En auðvitað getur það líka valdið orðspori fyrirtækja skaða ef fólk tjáir sig mjög ósátt á samfélagsmiðlunum.“ Hreyfing er eitt þeirra fyrirtækja sem mælast sérstaklega vel í Meðmælingu Maskínu, en það þýðir að viðskiptavinir Hreyfingar eru tilbúin til að mæla með fyrirtækinu sem líkamsræktarstöð. Að öllu jöfnu eru Íslendingar þó sparir á meðmælin og því má velta fyrir sér: Hvað þarf til? „Við höfum alla tíð tekið þá stefnu að taka öllum kvörtunum fagnandi. Því með þeim fáum við tækifæri til að bregðast við og fyrir það erum við þakklát.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um Meðmælingar Maskínu. Þurfum að hlusta Ágústa segist afar þakklát þeim niðurstöðum sem Meðmælingar Maskínu hafa sýnt síðustu árin en þar hefur Hreyfing verið meðal þeirra fyrirtækja sem tróna í efstu sætunum. „Þetta er virkilega skemmtilegt og fyrst þegar mér var tilkynnt um þessar niðurstöður, vissi ég ekki einu sinni af því að það væri verið að framkvæma svona meðmælakönnun,“ segir Ágústa og bætir við: „En það er enginn einn sem nær svona árangri þannig að ég er fyrst og fremst svakalega stolt og þakklát mínu öfluga teymi í Hreyfingu. Þessar niðurstöður endurspegla að starfsmannahópurinn er að standa sig frábærlega.“ Ágústa segir líka alls ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái svona góðum árangri þegar um er að ræða þjónustu og upplifun. Fyrirtæki sem selja þjónustu og upplifun geta ekki byrgt sig upp af þjónustu. Sem þýðir að hér er einfaldlega verið að vinna að því alla daga frá morgni til kvölds að veita góða þjónustu.“ Rannsóknir hafa sýnt að þótt fólk sé ánægt með aðkeypta vöru eða þjónustukaup, er það engin trygging fyrir því að viðskiptavinir séu tilbúnir til að mæla með fyrirtækinu. Hvað heldur þú að þurfi til? „Mantran okkar er „Látum þau brosa,“ og við lítum svo á að um leið og það koma upp óánægjuraddir þá sé mikilvægast að hlusta vel og bregðast við. Það gerum við með samtali og þótt auðvitað komi upp mál sem ekki er hægt að leysa, er þó alltaf reynt að ljúka málum þannig að allir séu sáttir.“ Í umfjöllun Atvinnulífsins í gær kom fram að kröfur viðskiptavina til fyrirtækja eru allt aðrar í dag en áður. Er það í takt við þína upplifun? „Já vissulega hafa hlutir þróast mikið en ég tel að í viðskiptum sé samkeppni af hinu góða, því að það tryggir að fyrirtæki eru alltaf á tánum og vinna markvisst að því að standa sig sem best í samkeppninni um vöru og þjónustu.“ Ágústa segir mikilvægt að hlusta á viðskiptavini og líta á kvartanir sem frábært tækifæri til að gera betur. Hún segir það jákvæða þróun að neytendur eru orðnir kröfuharðari en áður um að þjónusta sé góð.Vísir/Vilhelm Orðsporið er allt Ágústa telur könnun eins og Meðmælingar Maskínu vera mjög góða. ,,Maður lærði það mjög fljótt á sínum tíma að orðsporið er allt. Fagmennska hefur því frá upphafi verið okkar gildi. Margt í starfseminni hefur þróast í gegnum árin, en áherslan okkar hefur frá upphafi verið sú að fólk geti treyst því að fá faglega þjónustu, stemningin sé hlýleg og notaleg og upplifun gesta sé góð alla daga í Hreyfingu.“ Ágústa segir alla geta mátað Meðmælingar við sjálfan sig sem neytendur. „Maður finnur það einfaldlega á sjálfum sér hvaða kröfur maður gerir sem neytandi. Við ætlumst til þess að þjónusta sé góð og þess vegna tel ég samkeppni í öllum greinum skipta svo miklu máli. Ef samkeppnin er ekki virk, eru sjaldnast spennandi hlutir að gerast. Þá tel ég auknar kröfur neytenda af hinu góða. Í Hreyfingu eru gildin okkar Fagleg – Hrein – Notaleg enda er hreinlæti gríðarlega mikilvægt atriði í líkamsræktarstöðvum svo ég taki dæmi.“ Ágústa segir góðar niðurstöður Meðmælinga Maskínu vera mikla hvatningu. „Svona viðurkenning gefur manni eldmóð til að halda áfram að gera vel, leggja mikla áherslu á að upplifun gesta sé frábær og helst þannig að við séum að fara fram úr væntingum þeirra alla daga. Mér finnst afar mikilvægt og jákvætt að verið sé að mæla ánægju neytenda með þessum hætti.“ Hún segir alla gera mistök en aðalmálið sé þá að læra af þeim. „Hjá okkur hefur fagmennska í raun verið lykil áhersla frá upphafi. Fagmennskan og gæðin eru síðan tengingin við orðsporið, sem aftur endurspeglast í niðurstöðum meðmælingakönnunarinnar. Svo sannarlega höfum við gert mistök í gegnum tíðina, en mistök eru partur af því að þroskast og læra. Ég hef sannarlega lært að meta hve dýrmætt það er að fjölmargir viðskiptavinir okkar gefa sér tíma til að gefa okkur ábendingar er tilefni er til. Því það sýnir að þeim er annt um að Hreyfing vaxi og dafni.“ Stjórnun Líkamsræktarstöðvar Neytendur Tengdar fréttir „Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01 Jákvætt hvað Íslendingar eru gjarnir að segja „leiðréttu mig ef ég fer rangt með“ „Það er mikill munur á milli kynslóða þegar kemur að væntingum fólks um hrós og viðurkenningu fyrir vinnuna sína. Rannsóknir hafa sýnt að aldamótakynslóðin og yngra fólk finnst hrós eiga vera eðlilegur hluti af vinnudeginum. Á meðan elstu kynslóðinni finnst nóg að hrósa einu sinni á ári,“ segir Candace Bertotti og hlær. 21. september 2023 07:01 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Samfélagsmiðlarnir gera fyrirtækjum auðveldara að koma skilaboðum til fólks beint í símann þeirra. Og samfélagsmiðlarnir geta líka verið skemmtileg leið til að gefa innsýn í daglega starfsemi sem er líka áhugavert fyrir fylgjendur að sjá. En auðvitað getur það líka valdið orðspori fyrirtækja skaða ef fólk tjáir sig mjög ósátt á samfélagsmiðlunum.“ Hreyfing er eitt þeirra fyrirtækja sem mælast sérstaklega vel í Meðmælingu Maskínu, en það þýðir að viðskiptavinir Hreyfingar eru tilbúin til að mæla með fyrirtækinu sem líkamsræktarstöð. Að öllu jöfnu eru Íslendingar þó sparir á meðmælin og því má velta fyrir sér: Hvað þarf til? „Við höfum alla tíð tekið þá stefnu að taka öllum kvörtunum fagnandi. Því með þeim fáum við tækifæri til að bregðast við og fyrir það erum við þakklát.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um Meðmælingar Maskínu. Þurfum að hlusta Ágústa segist afar þakklát þeim niðurstöðum sem Meðmælingar Maskínu hafa sýnt síðustu árin en þar hefur Hreyfing verið meðal þeirra fyrirtækja sem tróna í efstu sætunum. „Þetta er virkilega skemmtilegt og fyrst þegar mér var tilkynnt um þessar niðurstöður, vissi ég ekki einu sinni af því að það væri verið að framkvæma svona meðmælakönnun,“ segir Ágústa og bætir við: „En það er enginn einn sem nær svona árangri þannig að ég er fyrst og fremst svakalega stolt og þakklát mínu öfluga teymi í Hreyfingu. Þessar niðurstöður endurspegla að starfsmannahópurinn er að standa sig frábærlega.“ Ágústa segir líka alls ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái svona góðum árangri þegar um er að ræða þjónustu og upplifun. Fyrirtæki sem selja þjónustu og upplifun geta ekki byrgt sig upp af þjónustu. Sem þýðir að hér er einfaldlega verið að vinna að því alla daga frá morgni til kvölds að veita góða þjónustu.“ Rannsóknir hafa sýnt að þótt fólk sé ánægt með aðkeypta vöru eða þjónustukaup, er það engin trygging fyrir því að viðskiptavinir séu tilbúnir til að mæla með fyrirtækinu. Hvað heldur þú að þurfi til? „Mantran okkar er „Látum þau brosa,“ og við lítum svo á að um leið og það koma upp óánægjuraddir þá sé mikilvægast að hlusta vel og bregðast við. Það gerum við með samtali og þótt auðvitað komi upp mál sem ekki er hægt að leysa, er þó alltaf reynt að ljúka málum þannig að allir séu sáttir.“ Í umfjöllun Atvinnulífsins í gær kom fram að kröfur viðskiptavina til fyrirtækja eru allt aðrar í dag en áður. Er það í takt við þína upplifun? „Já vissulega hafa hlutir þróast mikið en ég tel að í viðskiptum sé samkeppni af hinu góða, því að það tryggir að fyrirtæki eru alltaf á tánum og vinna markvisst að því að standa sig sem best í samkeppninni um vöru og þjónustu.“ Ágústa segir mikilvægt að hlusta á viðskiptavini og líta á kvartanir sem frábært tækifæri til að gera betur. Hún segir það jákvæða þróun að neytendur eru orðnir kröfuharðari en áður um að þjónusta sé góð.Vísir/Vilhelm Orðsporið er allt Ágústa telur könnun eins og Meðmælingar Maskínu vera mjög góða. ,,Maður lærði það mjög fljótt á sínum tíma að orðsporið er allt. Fagmennska hefur því frá upphafi verið okkar gildi. Margt í starfseminni hefur þróast í gegnum árin, en áherslan okkar hefur frá upphafi verið sú að fólk geti treyst því að fá faglega þjónustu, stemningin sé hlýleg og notaleg og upplifun gesta sé góð alla daga í Hreyfingu.“ Ágústa segir alla geta mátað Meðmælingar við sjálfan sig sem neytendur. „Maður finnur það einfaldlega á sjálfum sér hvaða kröfur maður gerir sem neytandi. Við ætlumst til þess að þjónusta sé góð og þess vegna tel ég samkeppni í öllum greinum skipta svo miklu máli. Ef samkeppnin er ekki virk, eru sjaldnast spennandi hlutir að gerast. Þá tel ég auknar kröfur neytenda af hinu góða. Í Hreyfingu eru gildin okkar Fagleg – Hrein – Notaleg enda er hreinlæti gríðarlega mikilvægt atriði í líkamsræktarstöðvum svo ég taki dæmi.“ Ágústa segir góðar niðurstöður Meðmælinga Maskínu vera mikla hvatningu. „Svona viðurkenning gefur manni eldmóð til að halda áfram að gera vel, leggja mikla áherslu á að upplifun gesta sé frábær og helst þannig að við séum að fara fram úr væntingum þeirra alla daga. Mér finnst afar mikilvægt og jákvætt að verið sé að mæla ánægju neytenda með þessum hætti.“ Hún segir alla gera mistök en aðalmálið sé þá að læra af þeim. „Hjá okkur hefur fagmennska í raun verið lykil áhersla frá upphafi. Fagmennskan og gæðin eru síðan tengingin við orðsporið, sem aftur endurspeglast í niðurstöðum meðmælingakönnunarinnar. Svo sannarlega höfum við gert mistök í gegnum tíðina, en mistök eru partur af því að þroskast og læra. Ég hef sannarlega lært að meta hve dýrmætt það er að fjölmargir viðskiptavinir okkar gefa sér tíma til að gefa okkur ábendingar er tilefni er til. Því það sýnir að þeim er annt um að Hreyfing vaxi og dafni.“
Stjórnun Líkamsræktarstöðvar Neytendur Tengdar fréttir „Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01 Jákvætt hvað Íslendingar eru gjarnir að segja „leiðréttu mig ef ég fer rangt með“ „Það er mikill munur á milli kynslóða þegar kemur að væntingum fólks um hrós og viðurkenningu fyrir vinnuna sína. Rannsóknir hafa sýnt að aldamótakynslóðin og yngra fólk finnst hrós eiga vera eðlilegur hluti af vinnudeginum. Á meðan elstu kynslóðinni finnst nóg að hrósa einu sinni á ári,“ segir Candace Bertotti og hlær. 21. september 2023 07:01 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00
Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00
Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01
Jákvætt hvað Íslendingar eru gjarnir að segja „leiðréttu mig ef ég fer rangt með“ „Það er mikill munur á milli kynslóða þegar kemur að væntingum fólks um hrós og viðurkenningu fyrir vinnuna sína. Rannsóknir hafa sýnt að aldamótakynslóðin og yngra fólk finnst hrós eiga vera eðlilegur hluti af vinnudeginum. Á meðan elstu kynslóðinni finnst nóg að hrósa einu sinni á ári,“ segir Candace Bertotti og hlær. 21. september 2023 07:01
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05