Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Harry Maguire mótmælir dómi í 4-3 tapi Manchester United í Kaupmannahöfn í gær. AP/Liselotte Sabroe Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira