Bygging varnargarða bíði tillögu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegs goss biði tillögu almannavarna. Vísir/Vilhelm „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira