Jason Daði er nefnilega einn af þeim sem kemur til greina sem leikmaður vikunnar í Sambandsdeild Evrópu.
Blikar vekja athygli á þessu á miðlum sínum og hvetja stuðningsmenn sína og fylgjendur að tryggja sínum manni þessa viðurkenningu.
Bæði mörkin hjá Jasoni komu í fyrri hálfleiknum og þau komu líka aðeins með tveggja mínútna millibili, á 16. og 18. mínútu. Hann kom Blikum þar með 2-1 yfir í leiknum en Belgarnir náðu að jafna úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og tryggðu sér svo sigurinn rétt rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Það er hægt að kjósa Jason Daða hér.