Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Lovísa Arnardóttir skrifar 10. nóvember 2023 12:13 Katrín segir verkefnið stórt en vel undirbúið. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. „Almannavarnadeild ríkislögreglu sendi dómsmálaráðherra erindi um uppbyggingu á varnargörðum vegna hugsanlega eldsumbrota. Við tókum það í umræðu hér á fundi okkar og erum með í undirbúningi frumvarp sem veitir heimild til gerð slíkra varnargarða,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. En næst fer málið fyrir þing. „Það þarf lagaheimild til vegna þess að við erum ekki á hættustigi heldur viðbúnaðarstigi. Þetta þarf að fara fyrir þingið,“ segir Katrín og að lengi hafi verið unnið að málinu á sviði almannavarna, í samráði við önnur yfirvöld. Katrín segir að varnargarðarnir verði byggðir út frá mögulegum sviðsmyndum í tengslum við vernd mikilvægra innviða. Málið verði útfært í dag í samráði við aðila sem þurfa að koma að því auk formenn flokka á Alþingi. „Þetta er auðvitað stór aðgerð en það þarf að vega og meta alla hagsmuni saman þegar svona ákvörðun er tekin. Þetta var aðalmál okkar fundar og verður unnið áfram í samvinnu okkar dómsmálaráðherra með aðkomu fleiri ráðherra. Fjármálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra.“ Vilja vera betur undirbúin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók undir og sagði mikilvægt að nýta öll ráð til að verja innviði. „Við erum einhuga og sammála um að þetta er verkefni sem við þurfum að fara í. Að setja upp varnargarða í forvarnarskyni þó við séum enn á óvissustigi. Til að vera betur undirbúin og þá betur varin. Þótt þetta sé talsvert inngrip þá held ég að þetta sé ákaflega mikilvægt.“ Sigurður Ingi segir kostnað einhverja milljarða við framkvæmdina. Vísir/Vilhelm Spurður hvort það þurfi að ganga lengra segir Sigurður Ingi að það þurfi að forgangsraða verkefnum og fylgjast með leiðbeiningum vísindamanna og almannavarna. „Þetta er stór ákvörðun en mikilvægt að undirbúa það sem best hvernig það er gert.“ Hann segist telja flesta Íslendinga hafa skilning á því að það þurfi að ganga í þessar aðgerðir í Svartsengi. „Ég held að allflestir Íslendingar hafi skilning á því að það þurfi að verja innviði í byggð þar sem búa um 30 þúsund íbúar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir kostnað í mati, tillagan sé í hönnunarferli en gert sé ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir í kringum Svartsengi sé talin í milljörðum. „En þetta er auðvitað engir fjármunir í samhengi við það tjón sem gæti orðið, sem gæti hugsanlega orðið, og ég segi hugsanlega því annars vegar hefur ekkert gerst og hins vegar þá vitum við ekki endilega hvort þetta myndi duga.“ Greint var frá því í gær að starfsmenn HS Orku væru nú að vinna við það að safna möl á vinnusvæði virkjunarinnar til að undirbúa gerð varnargarða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9. nóvember 2023 14:40 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
„Almannavarnadeild ríkislögreglu sendi dómsmálaráðherra erindi um uppbyggingu á varnargörðum vegna hugsanlega eldsumbrota. Við tókum það í umræðu hér á fundi okkar og erum með í undirbúningi frumvarp sem veitir heimild til gerð slíkra varnargarða,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. En næst fer málið fyrir þing. „Það þarf lagaheimild til vegna þess að við erum ekki á hættustigi heldur viðbúnaðarstigi. Þetta þarf að fara fyrir þingið,“ segir Katrín og að lengi hafi verið unnið að málinu á sviði almannavarna, í samráði við önnur yfirvöld. Katrín segir að varnargarðarnir verði byggðir út frá mögulegum sviðsmyndum í tengslum við vernd mikilvægra innviða. Málið verði útfært í dag í samráði við aðila sem þurfa að koma að því auk formenn flokka á Alþingi. „Þetta er auðvitað stór aðgerð en það þarf að vega og meta alla hagsmuni saman þegar svona ákvörðun er tekin. Þetta var aðalmál okkar fundar og verður unnið áfram í samvinnu okkar dómsmálaráðherra með aðkomu fleiri ráðherra. Fjármálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra.“ Vilja vera betur undirbúin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók undir og sagði mikilvægt að nýta öll ráð til að verja innviði. „Við erum einhuga og sammála um að þetta er verkefni sem við þurfum að fara í. Að setja upp varnargarða í forvarnarskyni þó við séum enn á óvissustigi. Til að vera betur undirbúin og þá betur varin. Þótt þetta sé talsvert inngrip þá held ég að þetta sé ákaflega mikilvægt.“ Sigurður Ingi segir kostnað einhverja milljarða við framkvæmdina. Vísir/Vilhelm Spurður hvort það þurfi að ganga lengra segir Sigurður Ingi að það þurfi að forgangsraða verkefnum og fylgjast með leiðbeiningum vísindamanna og almannavarna. „Þetta er stór ákvörðun en mikilvægt að undirbúa það sem best hvernig það er gert.“ Hann segist telja flesta Íslendinga hafa skilning á því að það þurfi að ganga í þessar aðgerðir í Svartsengi. „Ég held að allflestir Íslendingar hafi skilning á því að það þurfi að verja innviði í byggð þar sem búa um 30 þúsund íbúar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir kostnað í mati, tillagan sé í hönnunarferli en gert sé ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir í kringum Svartsengi sé talin í milljörðum. „En þetta er auðvitað engir fjármunir í samhengi við það tjón sem gæti orðið, sem gæti hugsanlega orðið, og ég segi hugsanlega því annars vegar hefur ekkert gerst og hins vegar þá vitum við ekki endilega hvort þetta myndi duga.“ Greint var frá því í gær að starfsmenn HS Orku væru nú að vinna við það að safna möl á vinnusvæði virkjunarinnar til að undirbúa gerð varnargarða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9. nóvember 2023 14:40 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9. nóvember 2023 14:40
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55