Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 14:01 Helena Sverrisdóttir hefur verið stigahæst í 52 af 80 landsleikjum sínum. vísir/andri marinó Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. Í gær voru liðin meira en tuttugu ár og tíu mánuðir frá því að Helena klæddist landsliðstreyjunni fyrst. Helena var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta landsleik og það voru enn rúm fjögur ár í yngsti leikmaður íslenska liðsins í dag fæddist. Helena hefur verið að safna metum landsliðsins síðustu ár en hún var fyrir löngu orðin stigahæsta landsliðskona sögunnar sem og sú sem hefur skorað flesta þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tölur í kringum landsleikjamet Helenu. Landsleikjamet Helenu Sverrisdóttur í tölum 80 Helena Sverrisdóttir er fyrsta körfuboltakonan til að spila áttatíu landsleiki fyrir Íslands hönd. Birna Valgarðsdóttir var fyrst til að spila sjötíu landsleiki en Anna María Sveinsdóttir var sú fyrsta til að spila tíu, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu og sextíu landsleiki. 9 Helena er þriðja landsliðskonan til að eignast landsleikjametið síðan að Anna María Sveinsdóttir sló það í lok níunda áratugarins og átti í sextán ár. Birna Valgarðsdóttir sló met Önnu Maríu árið 2005 og Hildur Sigurðardóttir eignaðist metið síðan árið 2014. Hildur átti það því í rúm níu ár. KKÍ 1356 Helena hefur skorað langflest stig fyrir íslenska landsliðið eða 16,9 að meðaltali í þessum 80 leikjum. Það er 597 stigum meira en sú næsta á lista sem er Anna María Sveinsdóttir með 759 stig. 100 Helena er eini leikmaður íslenska landsliðsins sem hefur náð því að skora hundrað þriggja stiga körfur fyrir landsliðið en Helena er með nákvæmlega hundrað þrista í þessum áttatíu leikjum. Birna Valgarðsdóttir (87) og Björg Hafsteinsdóttir (58) eru næstar. Ívar Ásgrímsson og Helena Sverrisdóttir en hún spilaði fyrsta byrjunarliðsleik sinn undir stjórn Ívars.Mynd/KKÍ 7 Helena hefur spilað flesta landsleiki gegn einni þjóð á móti Möltu, Danmörku og Lúxemborg eða sjö landsleiki á móti hverri þjóð. Hún hefur skorað 135 stig á móti Dönum í þessum sjö landsleikjum eða 19,3 að meðaltali í leik. 38% Helena hefur verið í sigurliði í 30 af 80 landsleikjum sínum eða 37,5 prósent þeirra. Leikurinn í gær var sá fimmtugasti sem hún þarf að sætta sig við tap. 47 Hildur Sigurðardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hafa leikið flesta landsleiki við hlið Helenu eða 47 hvor en Helena spilaði líka 44 landsleiki með Bryndísi Guðmundsdóttir og 41 leik með Maríu Ben Erlingsdóttur. vísir/daníel 78 Helena hefur alls leikið með 78 mismunandi leikmönnum í íslenska landsliðinu. Fjórar bættust í hópinn í gær eða þær Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir, Sara Líf Boama og Ísold Sævarsdóttir. 17 Þetta er sautjánda almanaksárið sem Helena spilar landsleik á. Hún spilaði flesta leiki á einu árið 2008 eða níu en lék síðan átta leiki bæði 2008 og 2015. 20 + 10 + 13 Helena lék sinn fyrsta landsleik á móti 27. desember 2002. Það þýðir að landsliðsferill hennar telur nú 20 ár, 10 mánuði og 13 daga. Það er lengsti landsliðsferill íslenskrar körfuboltakonu en landsliðsferill Önnu Maríu Sveinsdóttur náði yfir 18 ár, 3 mánuði og 6 daga. vísir/stefán 34 Helena hefur mest skorað 34 stig í einum landsleik en því hefur hún náð tvisvar og í bæði skiptin í útileik á móti Svartfjallalandi, fyrst 2008 og svo aftur 2019. Helena hefur einnig skorað 33 stig í einum leik en í öll þessi þrjú skipt náði hún ekki að slá stigametið í landsleik. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið í einum leik frá því að hún skoraði 35 stig á móti Möltu árið 1996. 3 Þrír leikmenn íslenska landsliðsins í leiknu í gær voru ekki fæddar þegar Helena spilaði sinn fyrsta landsleik í desember 2002. Það voru Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003), Sara Líf Boama (2005) og Ísold Sævarsdóttir (2007). Anna Ingunn Svansdóttir var bara eins árs og Birna Valgerður Benónýsdóttir bara tveggja ára. 0 Enginn liðsfélagi Helenu í gær var komin á skólaaldur (sex ára bekkur) þegar hún spilaði sinn fyrsta landsleik 27. desember 2002 en þær elstu, Þóra Kristín Jónsdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir, voru fimm ára gamlar. 4, 9 eða 14 Helena hefur spilað þessa áttatíu landsleiki í þremur peysunúmerum. Hún hefur spilað fjóra leiki í treyju níu, 32 leiki í treyju fjórtán og loks 44 leiki í treyju fjögur. Hún er með flest stig í leik í treyjum fjórtán eða 18,4 stig í leik í 32 landsleikjum. 29 Helena hefur spilað 29 af leikjunum 80 í undankeppni Evrópumótsins og hún er þar efst nú tveimur leikjum á undan Sigrún Sjöfn Ámundadóttur. Helena hefur skorað 555 stig í þessum 29 leikjum eða 19,1 í leik. 52 Helena hefur verið stigahæst í 52 af þeim 80 landsleikjum sem hún hefur spilað. Anna María Sveinsdóttir er þar í öðru sæti en hún var stighæst í 24 af landsleikjum sínum. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Í gær voru liðin meira en tuttugu ár og tíu mánuðir frá því að Helena klæddist landsliðstreyjunni fyrst. Helena var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta landsleik og það voru enn rúm fjögur ár í yngsti leikmaður íslenska liðsins í dag fæddist. Helena hefur verið að safna metum landsliðsins síðustu ár en hún var fyrir löngu orðin stigahæsta landsliðskona sögunnar sem og sú sem hefur skorað flesta þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tölur í kringum landsleikjamet Helenu. Landsleikjamet Helenu Sverrisdóttur í tölum 80 Helena Sverrisdóttir er fyrsta körfuboltakonan til að spila áttatíu landsleiki fyrir Íslands hönd. Birna Valgarðsdóttir var fyrst til að spila sjötíu landsleiki en Anna María Sveinsdóttir var sú fyrsta til að spila tíu, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu og sextíu landsleiki. 9 Helena er þriðja landsliðskonan til að eignast landsleikjametið síðan að Anna María Sveinsdóttir sló það í lok níunda áratugarins og átti í sextán ár. Birna Valgarðsdóttir sló met Önnu Maríu árið 2005 og Hildur Sigurðardóttir eignaðist metið síðan árið 2014. Hildur átti það því í rúm níu ár. KKÍ 1356 Helena hefur skorað langflest stig fyrir íslenska landsliðið eða 16,9 að meðaltali í þessum 80 leikjum. Það er 597 stigum meira en sú næsta á lista sem er Anna María Sveinsdóttir með 759 stig. 100 Helena er eini leikmaður íslenska landsliðsins sem hefur náð því að skora hundrað þriggja stiga körfur fyrir landsliðið en Helena er með nákvæmlega hundrað þrista í þessum áttatíu leikjum. Birna Valgarðsdóttir (87) og Björg Hafsteinsdóttir (58) eru næstar. Ívar Ásgrímsson og Helena Sverrisdóttir en hún spilaði fyrsta byrjunarliðsleik sinn undir stjórn Ívars.Mynd/KKÍ 7 Helena hefur spilað flesta landsleiki gegn einni þjóð á móti Möltu, Danmörku og Lúxemborg eða sjö landsleiki á móti hverri þjóð. Hún hefur skorað 135 stig á móti Dönum í þessum sjö landsleikjum eða 19,3 að meðaltali í leik. 38% Helena hefur verið í sigurliði í 30 af 80 landsleikjum sínum eða 37,5 prósent þeirra. Leikurinn í gær var sá fimmtugasti sem hún þarf að sætta sig við tap. 47 Hildur Sigurðardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hafa leikið flesta landsleiki við hlið Helenu eða 47 hvor en Helena spilaði líka 44 landsleiki með Bryndísi Guðmundsdóttir og 41 leik með Maríu Ben Erlingsdóttur. vísir/daníel 78 Helena hefur alls leikið með 78 mismunandi leikmönnum í íslenska landsliðinu. Fjórar bættust í hópinn í gær eða þær Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir, Sara Líf Boama og Ísold Sævarsdóttir. 17 Þetta er sautjánda almanaksárið sem Helena spilar landsleik á. Hún spilaði flesta leiki á einu árið 2008 eða níu en lék síðan átta leiki bæði 2008 og 2015. 20 + 10 + 13 Helena lék sinn fyrsta landsleik á móti 27. desember 2002. Það þýðir að landsliðsferill hennar telur nú 20 ár, 10 mánuði og 13 daga. Það er lengsti landsliðsferill íslenskrar körfuboltakonu en landsliðsferill Önnu Maríu Sveinsdóttur náði yfir 18 ár, 3 mánuði og 6 daga. vísir/stefán 34 Helena hefur mest skorað 34 stig í einum landsleik en því hefur hún náð tvisvar og í bæði skiptin í útileik á móti Svartfjallalandi, fyrst 2008 og svo aftur 2019. Helena hefur einnig skorað 33 stig í einum leik en í öll þessi þrjú skipt náði hún ekki að slá stigametið í landsleik. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið í einum leik frá því að hún skoraði 35 stig á móti Möltu árið 1996. 3 Þrír leikmenn íslenska landsliðsins í leiknu í gær voru ekki fæddar þegar Helena spilaði sinn fyrsta landsleik í desember 2002. Það voru Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003), Sara Líf Boama (2005) og Ísold Sævarsdóttir (2007). Anna Ingunn Svansdóttir var bara eins árs og Birna Valgerður Benónýsdóttir bara tveggja ára. 0 Enginn liðsfélagi Helenu í gær var komin á skólaaldur (sex ára bekkur) þegar hún spilaði sinn fyrsta landsleik 27. desember 2002 en þær elstu, Þóra Kristín Jónsdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir, voru fimm ára gamlar. 4, 9 eða 14 Helena hefur spilað þessa áttatíu landsleiki í þremur peysunúmerum. Hún hefur spilað fjóra leiki í treyju níu, 32 leiki í treyju fjórtán og loks 44 leiki í treyju fjögur. Hún er með flest stig í leik í treyjum fjórtán eða 18,4 stig í leik í 32 landsleikjum. 29 Helena hefur spilað 29 af leikjunum 80 í undankeppni Evrópumótsins og hún er þar efst nú tveimur leikjum á undan Sigrún Sjöfn Ámundadóttur. Helena hefur skorað 555 stig í þessum 29 leikjum eða 19,1 í leik. 52 Helena hefur verið stigahæst í 52 af þeim 80 landsleikjum sem hún hefur spilað. Anna María Sveinsdóttir er þar í öðru sæti en hún var stighæst í 24 af landsleikjum sínum.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira