Skammsýni útilokar fólk Stefán Vilbergsson skrifar 10. nóvember 2023 15:08 Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar