Stefnir á HM í bandý en segir íslenska liðið þurfa að leggja mikla vinnu á sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2023 07:01 Andeas Stefánsson er einn af bestu leikmönnum Íslands í bandý. Vísir/Einar Árnason Íslenska karlalandsliðið í Bandý undirbýr sig nú af krafti fyrir undankeppni HM. Liðið með hálf atvinnumanninn Andreas Stefánsson í fararbroddi, tekur þátt í æfingarmóti um helgina. Bandý er tiltölulega ný af nálinni á Íslandi en Andreas Stefánsson segir hana mjög stóra í Svíþjóð. Hann lætur sig dreyma um að komast á HM með íslenska landsliðinu en það vill svo til að HM á næsta ári fer fram í Malmö í Svíþjóð. Ísland mætti Bandaríkjunum í gær, mætir Kanada klukkan 15.00 í dag og Bandaríkjunum aftur kl. 10.00 á morgun, sunnudag. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi. Byrjaði í handbolta en fann sig í bandý „Ég var 11-12 ára, í allskonar íþróttum. Mamma var í landsliðinu í handbolta svo ég æfði handbolta, fannst hann ekkert of skemmtilegur svo ég skipti yfir í bandí og fannst það mjög skemmtilegt frá degi eitt.“ Bandý er næst vinsælasta íþrótt Svíþjóðar á eftir fótbolta og þar getur Andreas stundað sína íþrótt í hálfatvinnumanna umhverfi. „Það eru svona 350 þúsund (sem spila bandý). Er mjög stór íþrótt í Svíþjóð þrátt fyrir að vera mjög ung. Hún byrjaði um 1975, eða þar bil, en er að koma mjög sterk inn,“ segir Andreas sem varð sænsku meistari með Storvreta IBK á síðustu leiktíð. „Við æfum á hverjum degi, ég er að fá pening en verð að gera eitthvað annað líka. Það virkar mjög vel,“ sagði Andreas um hálf atvinnumannaumhverfið í Svíþjóð.Vísir/Einar Árnason Telur Andreas að Ísland geti komist á HM? „Við erum bara nýbyrjuð í bandý á Íslandi. Íþróttin fer stækkandi og fleiri að spila. Gaman að sjá yngri krakkana byrja núna. Það eru tveir 17 ára strákar í landsliðinu sem byrjuðu að æfa fyrir 6-7 árum þegar við vorum að byrja að spila bandý hér.“ „Já, ég held það,“ sagði Andras aðspurður hvort hann teldi að Ísland gæti komist á HM. „Við höfum ekki verið mjög nálægt en svolítið nálægt því að komast á HM. Núna held ég að við eigum 50/50 möguleika. Það væri mjög gaman að komast á HM, það er í Malmö í Svíþjóð á næsta ári svo ég er mjög spenntur fyrir undankeppninni.“ „Ég ætla ekki að leyfa mér að dreyma of mikið, þurfum fyrst að sinna vinnunni á vellinum og svo sjáum við hversu langt við getum farið,“ sagði Andreas að endingu. Klippa: Stefnir á HM í bandý en segir íslenska liðið þurfa að leggja mikla vinnu á sig Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Leik lokið: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Sjá meira
Bandý er tiltölulega ný af nálinni á Íslandi en Andreas Stefánsson segir hana mjög stóra í Svíþjóð. Hann lætur sig dreyma um að komast á HM með íslenska landsliðinu en það vill svo til að HM á næsta ári fer fram í Malmö í Svíþjóð. Ísland mætti Bandaríkjunum í gær, mætir Kanada klukkan 15.00 í dag og Bandaríkjunum aftur kl. 10.00 á morgun, sunnudag. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi. Byrjaði í handbolta en fann sig í bandý „Ég var 11-12 ára, í allskonar íþróttum. Mamma var í landsliðinu í handbolta svo ég æfði handbolta, fannst hann ekkert of skemmtilegur svo ég skipti yfir í bandí og fannst það mjög skemmtilegt frá degi eitt.“ Bandý er næst vinsælasta íþrótt Svíþjóðar á eftir fótbolta og þar getur Andreas stundað sína íþrótt í hálfatvinnumanna umhverfi. „Það eru svona 350 þúsund (sem spila bandý). Er mjög stór íþrótt í Svíþjóð þrátt fyrir að vera mjög ung. Hún byrjaði um 1975, eða þar bil, en er að koma mjög sterk inn,“ segir Andreas sem varð sænsku meistari með Storvreta IBK á síðustu leiktíð. „Við æfum á hverjum degi, ég er að fá pening en verð að gera eitthvað annað líka. Það virkar mjög vel,“ sagði Andreas um hálf atvinnumannaumhverfið í Svíþjóð.Vísir/Einar Árnason Telur Andreas að Ísland geti komist á HM? „Við erum bara nýbyrjuð í bandý á Íslandi. Íþróttin fer stækkandi og fleiri að spila. Gaman að sjá yngri krakkana byrja núna. Það eru tveir 17 ára strákar í landsliðinu sem byrjuðu að æfa fyrir 6-7 árum þegar við vorum að byrja að spila bandý hér.“ „Já, ég held það,“ sagði Andras aðspurður hvort hann teldi að Ísland gæti komist á HM. „Við höfum ekki verið mjög nálægt en svolítið nálægt því að komast á HM. Núna held ég að við eigum 50/50 möguleika. Það væri mjög gaman að komast á HM, það er í Malmö í Svíþjóð á næsta ári svo ég er mjög spenntur fyrir undankeppninni.“ „Ég ætla ekki að leyfa mér að dreyma of mikið, þurfum fyrst að sinna vinnunni á vellinum og svo sjáum við hversu langt við getum farið,“ sagði Andreas að endingu. Klippa: Stefnir á HM í bandý en segir íslenska liðið þurfa að leggja mikla vinnu á sig
Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Leik lokið: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti