Öfgafull helgi að baki: „Grét í góðar tíu mínútur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Ingibjörg fagnar Noregstitlinum á laugardag. Facebook/Valerenga Nýliðin helgi var landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur mikill tilfinningarússibani. Kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins í Noregi fékk hún þær fregnir að rýma ætti heimabæ hennar, Grindavík. „Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg. Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
„Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg.
Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16