Kristianstad tilkynnti á heimasíðunni að Daniel Agergård og Johanna Almgren væru nýir þjálfarar liðsins. Sænsku deildinni lauk um liðna helgi en þar endaði Kristanstad í 6. sæti.
Vitað var að Elísabet ætlaði að róa á önnur mið eftir nærri 15 ár hjá félaginu. Það dugði því ekkert minna en að fá tvo aðila í starfið.
Ekki er vitað hvað hin 47 ára gamla Elísabet tekur sér fyrir hendur en hún hafði starfað fyrir ÍBV, Breiðablik og Val á Íslandi áður en hún hélt til Svíþjóðar og tók við Kristianstad árið 2009.