WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2023 11:01 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur. AP/Jerome Delay Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær. Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær.
Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira