Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 12:26 Íslensku viðskiptabankarnir þrír sýna Grindvíkingum samhug. Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“ Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“
Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira