Emma fær jafnvel borgað og þjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 Emma Hayes hefur ástæðu til að brosa eftir að þessi sögulegi samningur er í höfn. Getty/Harriet Lander Emma Hayes var í gær staðfest sem næsti þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í fótbolta en þetta var búið að leika út áður og varla mikið leyndarmál lengur. Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Sjá meira
Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt)
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Sjá meira