Sá besti hefur spilað í sömu nærbuxunum allan NFL-ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 12:01 Patrick Mahomes hefur gert frábæra hluti með Kansas City Chiefs liðinu undanfarin ár. AP/Martin Meissner Íþróttamenn eru oft mjög hjátrúarfullir og gott dæmi um það er NFL stórstjarnan Patrick Mahomes sem var bæði valinn mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils og vann einnig titilinn með liði Kansas City Chiefs. Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023 NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira