Eins og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 11:40 Það hvernig límt hefur verið yfir vegaskilti til Grindavíkur hefur lagst illa í margan Grindvíkinginn sem túlkar þetta sem svo að búið sé að afmá Grindavík af kortinu. vísir/vilhelm Athygli vakti dögunum að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Líkt og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu. Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Sjá meira
Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Sjá meira