Segir að vandræðalega lélegir dómarar hafi rænt Chelsea sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2023 12:30 Það sauð á Emmu Hayes eftir leik Real Madrid og Chelsea í Meistaradeild Evrópu. getty/Angel Martinez Þjálfari kvennaliðs Chelsea í fótbolta, Emma Hayes, var vægast sagt ósátt við frammistöðu dómaranna í 2-2 jafntefli við Real Madrid á Spáni í Meistaradeild Evrópu í gær. Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira