Innleiða stafrænan íslenskukennara hjá sveitarfélögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:31 Frá vinstri; Herve Debono, Jón Gunnar Þórðarson, Hilmar Þór Birgisson og Guðmundur Auðunson Silla Páls Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Akranes, Mýrdalshreppur, Ísafjarðarbær og Mosfellsbær hafa keypt og innleitt stafræna íslenskukennarann Bara tala sem byggður er á gervigreind, fyrir starfsfólkið sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess. Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess.
Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira