Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 15:03 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira