Eyjakona í Grindavík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2023 19:19 Svanhvít Másdóttir flúði Heimaey gosnóttina 23. janúar 1973 og settist að í Grindavík. Núna er hún aftur orðin flóttamaður. Einar Árnason Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni. Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp svipmyndir frá Heimaeyjargosinu árið 1973 en þá flúðu fimm þúsund manns eyjuna á einni nóttu. Margir sneru ekki til baka og byggðu sér heimili á nýjum stað, þar á meðal í Grindavík, þar sem vel á annað hundrað Eyjamenn settust að. Þegar landris hófst við fjallið Þorbjörn fyrir tæpum fjórum árum og óvissustigi var lýst yfir í Grindavík gerðum við á Stöð 2 sjónvarpsþátt um Eyjamennina sem enn bjuggu í Grindavík og stóðu þá frammi fyrir þeirri ógn að þurfa að flýja eldgos í annað sinn í ævinni. Svanhvít í viðtali í hrauninu við Bláa lónið í febrúar 2020 þegar þátturinn Um land allt var tekinn upp.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Einn viðmælanda okkar í þættinum var Svanhvít Másdóttir, starfsmaður Bláa lónsins, en hún var sex ára gömul þegar fjölskylda hennar flúði eldgosið á Heimaey. Núna, hálfri öld síðar, hefur hún aftur neyðst til að yfirgefa heimili sitt undan ógn jarðelds. „Það er bara mjög skrítin tilfinning að maður skuli vera í þessum sporum,“ segir Svanhvít. „En það er ekki komið gos - vonum það besta. En þetta eru skrítnar tilfinningar og í raun ótrúlegt, ólýsanlegt.“ -Eru ónot í þér? „Já, ég get ekki leynt því. Já. Mig langar að búa í Grindavík en ég get ekkert svarað því í dag því að það er ekkert þægilegt að vera þarna. En maður verður bara að vona að móðir náttúra verði spök og leyfi okkur að búa þarna áfram,“ segir Svanhvít. Fjörutíu viðlagasjóðshús risu í Grindavík í hverfi sem kallast Eyjabyggð.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Í Grindavík risu fjörutíu viðlagasjóðshús fyrir flóttafólkið úr Eyjum í hverfi sem enn í dag kallast Eyjabyggð. Samskonar hverfi risu á skömmum tíma í tuttugu sveitarfélögum sunnan- og suðvestanlands. Svanhvít telur að ráðast þurfi strax í svipaðar aðgerðir fyrir Grindvíkinga. „Það eru mjög margir á hrakhólum. Margir og örugglega flestir bara í tímabundnu húsnæði, eins og við. Við höfum húsnæði sem við fengum að láni en það er ekki til frambúðar.“ Svanhvít og maður hennar ásamt nítján ára syni flúðu fyrstu nóttina til dóttur sinnar og manns hennar sem búa í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum. Svanhvít lýsir lífreynslu sinni í húsakynnum Stöðvar 2 við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag.Einar Árnason „Svo daginn eftir þá hringdi nágrannafólk dóttur okkar í þau og buðu okkur litla stúdíóíbúð, sem er við hliðina. Þannig að sonur okkar er hjá systur sinni í barnaherbergi þar. Við erum í stúdíóíbúð hjá fólki sem við þekkjum ekki neitt. Og það er ómetanlegt að sjá hvað fólk er að gera fyrir okkur og bara Grindvíkinga. Opna íbúð fyrir manni og hleypa inn fólki sem það þekkir ekki neitt. Þetta er ómetanlegt. Og við erum ofsalega þakklát,“ segir Grindavíkur-Eyjakonan Svanhvít Másdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt, um Eyjamennina í Grindavík, má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2 plús. Hér er stutt kynningarstikla þáttarins: Grindvísku Eyjamennirnir rifja upp í tíu mínútna kafla í þættinum hvernig var að vakna upp við eldgos og flýja Heimaey þann 23. janúar árið 1973: Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum þar sem Vestmanneyingar í Grindavík ræða þá tilhugsun að þurfa kannski að flýja eldgos í annað sinn í ævinni: Myndir sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins birtust í fyrsta sinn opinberlega í þættinum. Hér lýsir Ingvar í þriggja mínútna kafla tildrögum þess að hann fór óvænt til Eyja: Grindavík Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Um land allt Tengdar fréttir Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38 Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00 Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. 21. janúar 2023 07:01 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:50 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp svipmyndir frá Heimaeyjargosinu árið 1973 en þá flúðu fimm þúsund manns eyjuna á einni nóttu. Margir sneru ekki til baka og byggðu sér heimili á nýjum stað, þar á meðal í Grindavík, þar sem vel á annað hundrað Eyjamenn settust að. Þegar landris hófst við fjallið Þorbjörn fyrir tæpum fjórum árum og óvissustigi var lýst yfir í Grindavík gerðum við á Stöð 2 sjónvarpsþátt um Eyjamennina sem enn bjuggu í Grindavík og stóðu þá frammi fyrir þeirri ógn að þurfa að flýja eldgos í annað sinn í ævinni. Svanhvít í viðtali í hrauninu við Bláa lónið í febrúar 2020 þegar þátturinn Um land allt var tekinn upp.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Einn viðmælanda okkar í þættinum var Svanhvít Másdóttir, starfsmaður Bláa lónsins, en hún var sex ára gömul þegar fjölskylda hennar flúði eldgosið á Heimaey. Núna, hálfri öld síðar, hefur hún aftur neyðst til að yfirgefa heimili sitt undan ógn jarðelds. „Það er bara mjög skrítin tilfinning að maður skuli vera í þessum sporum,“ segir Svanhvít. „En það er ekki komið gos - vonum það besta. En þetta eru skrítnar tilfinningar og í raun ótrúlegt, ólýsanlegt.“ -Eru ónot í þér? „Já, ég get ekki leynt því. Já. Mig langar að búa í Grindavík en ég get ekkert svarað því í dag því að það er ekkert þægilegt að vera þarna. En maður verður bara að vona að móðir náttúra verði spök og leyfi okkur að búa þarna áfram,“ segir Svanhvít. Fjörutíu viðlagasjóðshús risu í Grindavík í hverfi sem kallast Eyjabyggð.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson Í Grindavík risu fjörutíu viðlagasjóðshús fyrir flóttafólkið úr Eyjum í hverfi sem enn í dag kallast Eyjabyggð. Samskonar hverfi risu á skömmum tíma í tuttugu sveitarfélögum sunnan- og suðvestanlands. Svanhvít telur að ráðast þurfi strax í svipaðar aðgerðir fyrir Grindvíkinga. „Það eru mjög margir á hrakhólum. Margir og örugglega flestir bara í tímabundnu húsnæði, eins og við. Við höfum húsnæði sem við fengum að láni en það er ekki til frambúðar.“ Svanhvít og maður hennar ásamt nítján ára syni flúðu fyrstu nóttina til dóttur sinnar og manns hennar sem búa í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum. Svanhvít lýsir lífreynslu sinni í húsakynnum Stöðvar 2 við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag.Einar Árnason „Svo daginn eftir þá hringdi nágrannafólk dóttur okkar í þau og buðu okkur litla stúdíóíbúð, sem er við hliðina. Þannig að sonur okkar er hjá systur sinni í barnaherbergi þar. Við erum í stúdíóíbúð hjá fólki sem við þekkjum ekki neitt. Og það er ómetanlegt að sjá hvað fólk er að gera fyrir okkur og bara Grindvíkinga. Opna íbúð fyrir manni og hleypa inn fólki sem það þekkir ekki neitt. Þetta er ómetanlegt. Og við erum ofsalega þakklát,“ segir Grindavíkur-Eyjakonan Svanhvít Másdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt, um Eyjamennina í Grindavík, má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2 plús. Hér er stutt kynningarstikla þáttarins: Grindvísku Eyjamennirnir rifja upp í tíu mínútna kafla í þættinum hvernig var að vakna upp við eldgos og flýja Heimaey þann 23. janúar árið 1973: Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum þar sem Vestmanneyingar í Grindavík ræða þá tilhugsun að þurfa kannski að flýja eldgos í annað sinn í ævinni: Myndir sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins birtust í fyrsta sinn opinberlega í þættinum. Hér lýsir Ingvar í þriggja mínútna kafla tildrögum þess að hann fór óvænt til Eyja:
Grindavík Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Um land allt Tengdar fréttir Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38 Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00 Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. 21. janúar 2023 07:01 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:50 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38
Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00
Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. 21. janúar 2023 07:01
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:50