Ratcliffe ætlar að fá ráð hjá Sir Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2023 07:01 Sir Jim Ratcliffe ætlar sér stóra hluti með Manchester United. Peter Byrne/Getty Images Búist er við því að Sir Jim Ratcliffe muni spyrja Sir Alex Ferguson ráða þegar kemur að því að umturna Manchester United en búist er við því að gengið verði frá kaupum Ratcliffe á 25 prósent eignarhlut í félaginu á næstu dögum. Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira