Luis Díaz skoraði tvö mörk fyrir framan pabba sinn grátandi í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 07:30 Luis Díaz horfir til föður síns Luis Manuel Díaz eftir seinna markið sitt en faðir hans var grátklökkur í stúkunni. Getty/Gabriel Aponte Liverpool-maðurinn Luis Díaz var á skotskónum þegar Kólumbía vann 2-1 sigur á Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Díaz skoraði bæði mörk Kólumbíumanna í þessum mikilvæga sigri. Í stúkunni var faðir hans - Luis Manuel Díaz - sem var rænt á dögunum og losnaði ekki úr haldi mannræningjanna fyrr en tólf dögum síðar. Faðirinn hitti loksins fjölskyldu sína aftur á þriðjudaginn og voru þá miklir fagnaðarfundir. Luis Díaz eldri átti líka erfitt með sig í stúkunni þegar strákurinn hans skoraði á móti Brasilíu. Hann sást gráta af gleði í stúkunni við hlið eiginkonu sinnar Cilenis Marulanda. Luis Diaz s Dad tonight pic.twitter.com/Bbao7Qp2Tn— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) November 17, 2023 „Ég þakka guði. Hann gerir allt mögulegt. Við höfum alltaf þurft að komast í gegnum erfiða tíma en lífið gerir þig bæði sterkan og hugrakkan. Þannig er fótboltinn og þannig er lífið. Við áttum þennan sigur skilinn,“ sagði Luis Díaz eftir leikinn. Bæði mörkin skoraði hann með skalla og það með aðeins fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið kom á 75. mínútu og það seinna á 79. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíumanna á Brasilíu í undankeppni HM í fimmtán leikjum. Eftir sigurinn er kólumbíska landsliðið komið upp í þriðja sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Argentínu og stigi á eftir Úrúgvæ. Brasilíumenn eru bara í fimmta sæti á eftir Venesúela en sex efstu þjóðirnar fara beint á HM. Luis Díaz scoring with his father in the stands (via @Fanatiztv)pic.twitter.com/Stp1BlGTy4— B/R Football (@brfootball) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Kólumbía Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Díaz skoraði bæði mörk Kólumbíumanna í þessum mikilvæga sigri. Í stúkunni var faðir hans - Luis Manuel Díaz - sem var rænt á dögunum og losnaði ekki úr haldi mannræningjanna fyrr en tólf dögum síðar. Faðirinn hitti loksins fjölskyldu sína aftur á þriðjudaginn og voru þá miklir fagnaðarfundir. Luis Díaz eldri átti líka erfitt með sig í stúkunni þegar strákurinn hans skoraði á móti Brasilíu. Hann sást gráta af gleði í stúkunni við hlið eiginkonu sinnar Cilenis Marulanda. Luis Diaz s Dad tonight pic.twitter.com/Bbao7Qp2Tn— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) November 17, 2023 „Ég þakka guði. Hann gerir allt mögulegt. Við höfum alltaf þurft að komast í gegnum erfiða tíma en lífið gerir þig bæði sterkan og hugrakkan. Þannig er fótboltinn og þannig er lífið. Við áttum þennan sigur skilinn,“ sagði Luis Díaz eftir leikinn. Bæði mörkin skoraði hann með skalla og það með aðeins fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið kom á 75. mínútu og það seinna á 79. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíumanna á Brasilíu í undankeppni HM í fimmtán leikjum. Eftir sigurinn er kólumbíska landsliðið komið upp í þriðja sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Argentínu og stigi á eftir Úrúgvæ. Brasilíumenn eru bara í fimmta sæti á eftir Venesúela en sex efstu þjóðirnar fara beint á HM. Luis Díaz scoring with his father in the stands (via @Fanatiztv)pic.twitter.com/Stp1BlGTy4— B/R Football (@brfootball) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Kólumbía Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira