„Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrir kallaður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa vaxandi áhyggjur af áreitni og ofbeldi sem félagsfólk verður fyrir í störfum sínum. Vísir/Vilhelm Yfir helmingur félagsfólks VR hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í störfum sínum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem formaður segir þyngri en tárum taki. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára. 67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“ Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“
Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira