Gosið í Eyjum 1973: Hittust á Hlemmi til að vita hvar þeir myndu æfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 12:01 Eyjamenn sumarið 1973 náðu þriðja sætinu í efstu deild þrátt fyir að missa heimavöllinn sinn eftir eldgos á Heimaey. Vísir/Skjamynd/Timarit.is Grindavíkurliðin spila bæði næsta heimaleik sinn í Subway-deildunum í körfubolta í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn en það verður ekki spilað í Grindavík á næstunni enda bærinn í miðju umbrotanna á Reykjanesinu. Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík. Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík.
Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira