Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Ríkisstjórnin mun leggja frumvarp fyrir þingið eftir helgi sem tryggja á Grindvíkingum afkomu næstu þrjá mánuði, hið minnsta. Áætlaður kostnaður gæti numið fjórum og hálfum milljarði króna. Rætt verður við ráðherra í ríkisstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Grindvíkinga, sem eru orðnir þreyttir á óvissunni.

Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. Rætt verður við hann í kvöldfréttunum.

Og í fréttatímanum verður rætt við Hollywood-leikarann Richard Armitage sem er staddur á landinu vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×