„Er mér óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 14:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes' Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes'
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira