Þorleifur Ólafsson: „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:13 Lalli fer yfir málin með sínum konum Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann mjög öruggan 30 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í dag. Lokatölur leiksins 93-63 en Grindvíkingur léku þennan „heimaleik“ í Smáranum í skugga jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira