Ramos veitti Shakiru verðlaun fyrir lagið sem gagnrýnir Pique Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 07:02 Ramos og Shakira. Instagram@sergioramos Sergio Ramos og Gerard Piqué grófu stríðsöxina er þeir spiluðu með spænska landsliðinu en öllu jafna voru þeir óvinir innan vallar sem utan. Ramos spilaði lengi vel með Real Madríd og Piqué með Barcelona. Þó Piqué sé hættur að spila tókst Ramos að eiga síðasta höggið. Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin. Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna. „Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo. Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú. ¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023 Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu. Fótbolti Spænski boltinn Tónlist Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin. Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna. „Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo. Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú. ¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023 Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu.
Fótbolti Spænski boltinn Tónlist Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira