Afi dæmdi fótboltaleik 3. flokks kvenna þegar enginn dómari mætti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 18:14 Leikur á Faxaflóamóti 3. flokks kvenna, fjórtán og fimmtán ára, fór fram í dag þrátt fyrir að enginn dómari lét sjá sig. Vísir/Vilhelm Afi leikmanns UMF Selfoss stökk inn í hlutverk dómara þegar enginn dómari mætti á leik 3. flokks kvenna í knattspyrnu á Faxaflóamótinu í dag. Foreldri segir atvikið ekki einsdæmi hjá liðinu. Forsvarsmaður Breiðabliks harmar atvikið. Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi. Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen tapaði toppslagnum „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Sjá meira
Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi.
Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen tapaði toppslagnum „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Sjá meira