Hjalti Þór: „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. nóvember 2023 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals var ekki sáttur með sínar konur í kvöld Vísir/Vilhelm Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur fór heldur betur ekki eins og hann hafði vonast eftir en hans konur í Val náðu sér aldrei á strik í kvöld. Lokatölur í Keflavík 70-50 þar sem úrslitin voru í raun ráðin eftir þriðja leikhluta. „Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira