Skotland og Noregi gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:35 John McGinn fagnar marki sínu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Leikjum dagsins í undankeppni EM karla í knattspyrnu er nú lokið. Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli, Spánn vann 3-1 sigur á Georgíu á meðan Slóvakía og Lúxemborg unnu útisigra í riðli Íslands. Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira
Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira
Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21
Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11