Líður að tíðum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2023 10:01 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar