Spilaði landsleik fyrir sjö dögum en er núna hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:31 Helena Sverrisdóttir fagnar titli með dætrum sínum tveimur. Vísir/Hulda Margrét Ein besta körfuboltakona Íslandssögunnar er hætt. Helena Sverrisdóttir ætlaði sér alltaf að verða best. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana. Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira