Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 10:50 Lengst til vinstri er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Hörður Guðbrandsson, svo mynd af höfuðstöðvum Landsbankans í miðju og lengst til hægri formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson. Vísir/Vilhelm Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn klukkan 14. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að á fundinum vilji samtökin með „friðsælum og táknrænum hætti þrýsta á banka og lífeyrissjóði“ að koma betur til móts við Grindvíkinga. Þau þurfi nú að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði og bankarnir gefi lítið eftir. „Það er lágmarks krafa okkar að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið eða á meðan mesta óvissan ríkir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að fólk sé hvatt til að mæta og sýna samstöðu í verki. Komist fólk ekki á fimmtudag segir í tilkynningu hans að stefnt sé að gera samstöðufundinn að daglegum viðburði þar til „bankarnir gangast við ábyrgð sinni og komi myndarlega til móts við hrikalega stöðu og óvissu sem blasir við íbúum Grindavíkur.“ Fyrir helgi skoruðu níu samtök launafólks á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði. „Grindvíkingar takast nú á við einhverjar mestu náttúruhamfarir sem orðið hafa í byggð á Íslandi í hálfa öld. Fjögur þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og búa við mikla óvissu um framtíð sína og fjárhagslega afkomu. Ljóst er að gífurlegar skemmdir hafa orðið á eignum í bænum og óvíst hvort eða hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur,“ sagði í tilkynningu samtakanna. Félagsmál Grindavík Íslenskir bankar Stéttarfélög Landsbankinn Reykjavík Tengdar fréttir Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn klukkan 14. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að á fundinum vilji samtökin með „friðsælum og táknrænum hætti þrýsta á banka og lífeyrissjóði“ að koma betur til móts við Grindvíkinga. Þau þurfi nú að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði og bankarnir gefi lítið eftir. „Það er lágmarks krafa okkar að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið eða á meðan mesta óvissan ríkir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að fólk sé hvatt til að mæta og sýna samstöðu í verki. Komist fólk ekki á fimmtudag segir í tilkynningu hans að stefnt sé að gera samstöðufundinn að daglegum viðburði þar til „bankarnir gangast við ábyrgð sinni og komi myndarlega til móts við hrikalega stöðu og óvissu sem blasir við íbúum Grindavíkur.“ Fyrir helgi skoruðu níu samtök launafólks á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði. „Grindvíkingar takast nú á við einhverjar mestu náttúruhamfarir sem orðið hafa í byggð á Íslandi í hálfa öld. Fjögur þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og búa við mikla óvissu um framtíð sína og fjárhagslega afkomu. Ljóst er að gífurlegar skemmdir hafa orðið á eignum í bænum og óvíst hvort eða hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur,“ sagði í tilkynningu samtakanna.
Félagsmál Grindavík Íslenskir bankar Stéttarfélög Landsbankinn Reykjavík Tengdar fréttir Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37
„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18
„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01