Ákærður fyrir að nauðga börnum og greiða þeim fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 11:25 Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin er þaðan. Vísir/Rakel Ósk Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota í garð barna, sem og önnur brot líkt og vændiskaup og vörslu á barnaníðsefni. Öll meint brot mannsins áttu sér stað á þessu ári, og nánast öll í júlímánuði. Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim. Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust. Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd. Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin. Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna. Vændi og barnaníðsefni Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim. Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust. Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd. Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin. Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna. Vændi og barnaníðsefni Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira